Trace Id is missing

Þjónustusamningurinn útskýrður nánar

Við erum að uppfæra þjónustusamning Microsoft, en hann gildir um notkun þína á netvörum og -þjónustu Microsoft fyrir neytendur. Þessar uppfærslur hafa það hlutverk að skýra skilmála okkar og tryggja að þeir séu þér gagnsæir og eigi við nýjar vörur, þjónustu og eiginleika Microsoft.

Uppfærslurnar, sem teknar eru saman hér á eftir, taka gildi 30. september 2023. Ef þú heldur áfram að nota vörur okkar eða þjónustu 30. september 2023 eða síðar samþykkir þú uppfærða skilmála þjónustusamnings Microsoft.

Algengar spurningar

Hvað er þjónustusamningur Microsoft?

Þjónustusamningur Microsoft er samningur milli þín og Microsoft (eða samstarfsaðila þess) sem stýrir notkun á netvörum og -þjónustu Microsoft fyrir neytendur. Lista yfir allar vörur og þjónustu sem samningurinn tekur til er að finna hér.

Hvaða vöru og þjónustu tekur þjónustusamningur Microsoft ekki til?

Þjónustusamningur Microsoft gildir ekki um vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini með magnleyfi, þar á meðal Microsoft 365 fyrir fyrirtæki, menntun eða opinbera viðskiptavini, Azure, Yammer eða Skype for Business. Skuldbindingar varðandi öryggi, persónuvernd og reglufylgni, sem og tengdar upplýsingar sem gilda um Microsoft 365 fyrir fyrirtæki, má finna í öryggismiðstöð Microsoft á https://www.microsoft.com/trust-center/product-overview.

Hvaða breytingar er Microsoft að gera á þjónustusamningi Microsoft?

Við tókum saman nokkrar helstu breytingarnar á og þær má finna hér.

Ef þú vilt sjá allar breytingararnar mælum við með að þú lesir þjónustusamning Microsoft í heild sinni.

Hvenær taka þessir skilmálar gildi?

Uppfærslur á þjónustusamningi Microsoft taka gildi 30. september 2023. Þangað til verða núverandi skilmálar í gildi.

Hvernig samþykki ég þessa skilmála?

Með því að nota eða fá aðgang að vörum okkar eða þjónustu 30. september 2023 eða síðar samþykkir þú uppfærðan þjónustusamning Microsoft. Ef þú samþykkir hann ekki getur þú valið að hætta að nota vörurnar og þjónustuna og lokað Microsoft-reikningnum þínum fyrir 30. september 2023.